Stórþari
Falang Database driver not enabled

Stórþari

 

Kaupa á:
  nammi logo mild small

Storþari malaður

Stórþari - kerlingareyra

Stórþari er náttúrulegt, afar hollt hráefni úr hafinu. Hann er ríkur af kalíum og joði, sem er nauðsynlegt fyrir skjaldkirtilinn. Einnig ríkur af kalki, magnesíum, járni og snefilefnum. Hann innheldur einnig prótein, sykur og króm, sem tekur þátt í stýringu á jafnvægi blóðsykurs. Þarinn er ríkur af náttúrulegri glutamatsýru, sem skerpir og dregur fram hið eiginlega bragð hráefnisins á hollan og eðlilegan máta.

Gott er að leggja stórþara í bleyti og sjóða með baunum, þar sem hann glutamatsýran mýkir þær, flýtir fyrir suðu og auðveldar meltingu þeirra. Kryddið má setja í þéttan grisjupoka, tekúlu eða tepoka.
Stórþari hefur góð áhrif á meltinguna og dregur úr vindgangi. 

Stórþari gefur góðan kraftur í allar grænmetis- og kjötsúpur. Góður í grænmetis-, bauna- og fiskpottrétti. Kryddið gróf matarbrauð með stórþara.

Allt frá landnámi nýttu Íslendingar nokkrar tegundir af þara til átu. Neyslan var mest bundin við hallæri og hungursneyð. Tvær tegundir voru þó nýttar utan hallæris, söl og fjörugrös. Aðeins neysla á sölvum hefur haldist fram á okkar tíma. Stórþari var nýttur hér á landi í brauð og grauta. 

Stórþari er mikið nýttur í SA-Asíu og er þekktur og nýttur á Vesturlöndum. Á japönsku heitir hann “kombu” og er seldur á Vesturlöndum undir því nafni.

Staðsetning

Hólshrauni 5

220 Hafnarfjörður

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 571 2512 / 864-4755 / 822 0512

Símar

571 2512

864 4755

822 0512