Um okkur
Falang Database driver not enabled

Íslensk Hollusta

Íslensk hollusta ehf 
(áður Hollusta úr hafinu) er félag sem Eyjólfur Friðgeirsson líffræðíngur stofnaði árið 2005 til að þróa og framleiða hollustufæði. Það hafði sett á markað hátt í tvo tugi vara, jurtate, krydd, sósur, osta, snakk, kryddlegin söl, berjasaft og baðefni í september 2009 þegar Eyjólfur hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf sitt úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. 

2-hh4826Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti honum viðurkenningarskjal, verðlaunagrip og eina milljón króna við athöfn í húsakynnum Samtaka iðnaðarins. 

Eyjólfur fer ótroðnar slóðir í framleiðslunni. Engum hafði til dæmis dottið í hug áður að rista beltisþara og hafa sem snakk, nota birki, fjallagrös og ætihvönn í osta, stefna saman rabarbara og ætihvönn í mauki (chutney) eða blanda saman muldum Hekluvikri og jarðsalti úr borholu á Reykjanesi til að gera hollustuefni fyrir baðvatn! Leiðarljós Eyjólfs er að nota hrein íslensk náttúruefni og láta þau njóta sín í eigin ferskleika og einfaldleika.

Hann safnar hráefninu í vörurnar hérlendis og beinir með starfi sínu athygli að því að í náttúran sjálft er meiri matarkista en margur hyggur og stuðlar jafnframt að því að endurvekja þjóðlega íslenska matargerð. 

Þari er til dæmis stór þáttur í matarmenningu fólks í Austurlöndum fjær, hvers vegna skyldu ekki Íslendingar notfæra sér þennan holla og gómsæta sjávargróður eða sækja sér fjallagrös og hvönn til að krydda matinn og tilveruna? 

Íslensk hollusta ehf. er til húsa að Skútuhrauni 7 í Hafnarfirði í húsnæði sem er samþykkt og með starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins. Unnið er við framleiðsluna eftir kröfum HACCP gæðakerfisins. Rannsóknastofan Sýni ehf. hefur annast efnagreiningar og úttekt á örverum.

Staðsetning

Hólshrauni 5

220 Hafnarfjörður

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 571 2512 / 864-4755 / 822 0512

Símar

571 2512

864 4755

822 0512